Hjólin hverfa í Nauthólsvík

Fjölmenni hefur verið í Nauthólsvík í góðviðrinu undanfarna daga.
Fjölmenni hefur verið í Nauthólsvík í góðviðrinu undanfarna daga. mbl.is/Golli

Mikið hef­ur verið um reiðhjólaþjófnaði í Naut­hóls­vík í blíðviðrinu und­an­farna daga. Að sögn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur hún fengið þó nokkr­ar til­kynn­ing­ar um að eig­end­ur hjól­anna hafi gripið í tómt þegar þeir hafa lokið sól- og sjó­böðum. Virðast óprúttn­ir ná­ung­ar þannig sitja um að nappa hjól­un­um meðan eig­end­urn­ir eru upp­tekn­ir við að njóta sól­ar­inn­ar á yl­strönd­inni.

Lög­regl­an hvet­ur því fólk til að ganga tryggi­lega frá hjól­un­um sín­um og læsa þeim ræki­lega áður en það skell­ir sér á strönd­ina, en út­lit er fyr­ir gott veður áfram næstu daga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert