Hjólin hverfa í Nauthólsvík

Fjölmenni hefur verið í Nauthólsvík í góðviðrinu undanfarna daga.
Fjölmenni hefur verið í Nauthólsvík í góðviðrinu undanfarna daga. mbl.is/Golli

Mikið hefur verið um reiðhjólaþjófnaði í Nauthólsvík í blíðviðrinu undanfarna daga. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur hún fengið þó nokkrar tilkynningar um að eigendur hjólanna hafi gripið í tómt þegar þeir hafa lokið sól- og sjóböðum. Virðast óprúttnir náungar þannig sitja um að nappa hjólunum meðan eigendurnir eru uppteknir við að njóta sólarinnar á ylströndinni.

Lögreglan hvetur því fólk til að ganga tryggilega frá hjólunum sínum og læsa þeim rækilega áður en það skellir sér á ströndina, en útlit er fyrir gott veður áfram næstu daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert