„Það er undir okkur sjálfum komið hvernig við vinnum úr okkar erfiðu málum og bjartsýni og áræðni þurfa sem aldrei fyrr að vera ríkjandi. Jóhanna Guðrún og fylgdarlið hennar í söngvakeppninni, stolt íslensku þjóðarinnar, eru okkur sannarlega þar til eftirbreytni," sagði Jóhanna Sigurðarsdóttir, forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld.
Jóhanna sagði, að óvíða væru einkenni árstíða jafn sterk og hér á landi og vera kunni að það móti Íslendinga sem einstaklinga og sem þjóð.
„Alþingi kemur saman hér í kvöld, þegar við finnum hvað sterkast fyrir gróanda vorsins, á árstíma sem felur í sér væntingar og vonir um betri tíð. Þrengingarnar eru sannarlega ekki að baki en við sem þjóð höfum fullt tilefni til að líta björtum augum til framtíðar og taka sumrinu fagnandi."