Fréttaskýring: Kostnaðargreiðslur bætast við kaupið

mbl.is/Ómar

Þing­menn í breska þing­inu hafa orðið upp­vís­ir að því að raka til sín fé með því að láta þingið greiða ýms­an kostnað sem flest­um þykir þing­störf­um óviðkom­andi. Íslensk­ir þing­menn fá ýms­ar greiðslur frá þing­inu og um þær gilda skýr­ar regl­ur.

Karl Magnús Kristjáns­son, aðstoðarskrif­stofu­stjóri Alþing­is, seg­ir að þar sem þær starfs­greiðslur sem þing­menn geti fengið séu bundn­ar við til­tekna fjár­hæð sé hætta á mis­ferli hverf­andi. Regl­ur Alþing­is séu stífari en hjá flest­um öðrum, s.s. hjá fyr­ir­tækj­um. Þá bend­ir hann á að það hafi verið regla í mörg ár að þing­menn fljúgi á al­mennu far­rými, þegar þeir ferðast á veg­um Alþing­is.

Fast­ar upp­hæðir

Þing­menn fá all­ir greidd­an ferðakostnað í eig­in kjör­dæmi sem skal standa und­ir ferðakostnaði og uppi­haldi í kjör­dæm­inu. Fjár­hæðin árið 2009 er 61.400 á mánuði.

Þá má end­ur­greiða ferðakostnað inn­an kjör­dæm­is fyr­ir ferðir á fundi eða sam­kom­ur sem þingmaður boðar til eða hann er boðaður á, enda sé veg­lengd­in á fund­arstað meiri en 15 km (önn­ur leiðin) frá heim­ili.

Þing­menn eiga rétt á að fá end­ur­greidd­an síma­kostnað sem teng­ist þing­störf­um. Þing­menn eru hvatt­ir til að gæta aðhalds í síma­notk­un og þeim er send til­kynn­ing ef sím­reikn­ing­ur­inn fer yfir 40.000 krón­ur „svo þeir geti sjálf­ir gert viðeig­andi ráðstaf­an­ir, þ.e. ákveðið að greiða hluta kostnaðar sjálf­ir“ eins og seg­ir í Hátt­virt­um þing­manni. Þing­mönn­um er í sjálfs­vald sett hvort þeir greiða hluta reikn­ings­ins eða ekki.

Óhætt er að reikna með að síma­reikn­ing­ur ein­stak­lings, burt­séð frá þing­störf­um, sé a.m.k. 10.000 krón­ur á mánuði. Ef þeirri fjár­hæð er bætt ofan á þing­far­ar­kaup, ferða- og starfs­kostnaðargreiðslur er upp­hæðin 657.800 krón­ur á mánuði.

Upp­bót vegna bú­setu

Þing­menn utan höfuðborg­ar­svæðis­ins eiga rétt á að fá end­ur­greidd­an viku­leg­an ferðakostnað milli heim­il­is og Alþing­is.

For­set­inn má fá bíl

Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, ný­kjör­inn for­seti, geng­ur yf­ir­leitt í vinn­una en seg­ist vænt­an­lega nota bíl Alþing­is ef hún þurfi eitt­hvað að skott­ast fyr­ir þingið. Ásta er ekki á biðlaun­um sem ráðherra þar sem hún tók við sam­bæri­legu starfi.

Tveir vara­for­set­ar þings­ins fá 15% álag ofan á þing­far­ar­kaup, alls 598.000 kr. Sömu kjara njóta tólf for­menn fasta­nefnda þings­ins.

Þeir þing­menn sem eru for­menn stjórn­mála­flokka sem hafa fengið a.m.k. þrjá þing­menn kjörna og eru ekki jafn­framt ráðherr­ar fá greitt 50% álag á þing­far­ar­kaup, 780.000 krón­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert