Íslendingar leiði mótun sjávarútvegsstefnu ESB

Jóhanna Sigurðardóttir flytur stefnuræðu sína.
Jóhanna Sigurðardóttir flytur stefnuræðu sína. mbl.is/Ómar

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að henn­ar framtíðar­sýn sé sú,  að Ísland verði leiðandi í mót­un og stjórn sjáv­ar­út­vegs­stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins og leiðandi í sjáv­ar­út­vegi í Evr­ópu.

„Ég hef fulla trú á að það tak­ist," sagði Jó­hanna. „Við get­um sótt fram og byggt upp inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins."

Hún sagði að eng­inn geti sagt til um hver verði niðurstaða samn­ingaviðræðna við Evr­ópu­sam­bandið um sjáv­ar­út­veg „en ég full­yrði að samn­ings­staða Íslands er sterk. Hún er meðal ann­ars sterk vegna þeirr­ar fram­sýni og þess hug­rekk­is sem ís­lenska þjóðin sýndi þegar land­helg­in var færð út í áföng­um í 200 sjó­míl­ur."

Þá sagði Jó­hanna óum­deilt, að ís­lensk­ur land­búnaður myndi eiga aðgang að um­fangs­miklu styrkja­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins og fyr­ir liggi, að ís­lensk stjórn­völd myndu leggja land­búnaðinum til fjár­muni á móti slík­um styrkj­um.

„Fyr­ir­sjá­an­legt er að Ísland þurfi inn­an fárra ára að aðlaga styrkja­kerfi fyr­ir ís­lensk­an land­búnað, vegna breyttra reglna á vett­vangi Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar, óháð því hvort Ísland geng­ur í Evr­ópu­sam­bandið eða ekki. Færa má rök fyr­ir því að Evr­ópu­sam­bandið geti veitt ís­lensk­um land­búnaði ákveðið skjól, ekki síst vegna þess að Evr­ópu­sam­bandið er leiðandi í mót­un reglna um land­búnað í Alþjóðaviðskipta­stofn­un­inni og ann­ars staðar á alþjóðleg­um vett­vangi," sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir.

Jó­hanna lagði einnig áherslu á, að Evr­ópu­sam­bandsaðild merki ekki af­sal auðlinda, hvorki í sjáv­ar­út­vegi, í orku­mál­um eða í land­búnaði.  Þess vegna muni Evr­ópu­sam­bandsaðild ekki hafa áhrif á eign­ar­hald á fiski í sjó, á end­ur­nýt­an­leg­um orku­auðlind­um eða olíu á land­grunn­inu.

Stefnuræða for­sæt­is­ráðherra 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka