Matarverð hefur hækkað um 25%

Mat­vöru­verð hef­ur hækkað um rúm­an fjórðung síðustu 12 mánuði. Þetta kem­ur fram þegar skoðuð er breyt­ing á verði vörukörfu ASÍ frá maí í fyrra.

Verðið hef­ur  hækkað mest hjá lág­vöru­versl­un­un­um eða frá 20%-31%, í klukku­versl­un­um er hækk­un­in 20%-28% og þjón­ustu­versl­an­ir hafa hækkað verðin frá 12%-21%.

Af þeim tíu versl­un­ar­keðjum þar sem verð vörukörf­unn­ar er mælt hef­ur verðið hækkað mest í Kaskó, um 31% frá því í maí 2008 og um 26% í Nettó. Í Bón­us hef­ur karf­an hækkað um 25% og í Krón­unni um 20%.

Í klukku­búðunum hef­ur verð körf­unn­ar hækkað mest í Sam­kaup­um-Strax eða um 28% frá því fyr­ir ári síðan. Í 11-11 nem­ur hækk­un­in 23% og í 10-11 hef­ur vörukarf­an hækkað um 20%.

Í þjón­ustu­búðunum hef­ur karf­an hækkað mest í Sam­kaup­um-Úrval um 21% en minnst­ar hækk­an­ir á vörukörf­unni á tíma­bil­inu eru hjá Hag­kaup­um 12% og 15% í Nóa­túni.

Um­fjöll­un ASÍ

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert