Mjöltankar fluttir frá Reykjavík til Vopnafjarðar

Unnið við hækkun á mjöltönkunum fyrir flutninginn til Vopnafjarðar.
Unnið við hækkun á mjöltönkunum fyrir flutninginn til Vopnafjarðar. mynd/HB Grandi

Unnið er að undirbúningi á flutningi tíu mjöltanka, sem voru hluti fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Grandagarði, frá Reykjavík til Vopnafjarðar.

Áður en tankarnir verða fluttir verða þeir þó hækkaðir um fjóra metra. Eftir hækkunina verða tankarnir 22 metra háir og munu þeir því í framtíðinni setja töluverðan svip á byggðina í Vopnafirði, að því er kemur fram á heimasíðu HB Granda.

Fiskmjöls- og lýsisvinnslu var hætt í fiskmjölsverksmiðju HB Granda í Reykjavík í ársbyrjun 2005 en þá var brædd loðna í verksmiðjunni. Fyrirtækið rekur nú tvær fiskmjölsverksmiðjur á Akranesi og í Vopnafirði og í tengslum við flutninginn á mjöltönkunum til Vopnafjarðar verður ráðist í frekari framkvæmdir við verksmiðjuna á staðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert