Munu elta peninga bankans

Kaupþing
Kaupþing Reuters

„Skila­nefnd Kaupþings mun elta pen­inga bank­ans hvar sem þá er að finna, hvort sem þeir hafa farið í gegn­um af­l­ands­fé­lög eða ekki. Þá skipt­ir ekki máli hver á í hlut.“ Þetta seg­ir Jó­hann­es Rún­ar Jó­hanns­son hæsta­rétt­ar­lögmaður, sem á sæti í skila­nefnd Kaupþings.

Á frétta­vef breska blaðsins Obser­ver í gær sagði að skila­nefnd­in hefði stefnt fyr­ir­tækj­um tengd­um Tchenguiz fyr­ir bresk­um dóm­stól­um fyr­ir að hafa komið und­an 180 millj­óna sterl­ings­punda hagnaði af sölu á Somerfield, um 35 millj­örðum króna. Jó­hann­es seg­ir að frétt Obser­ver sé ekki að öllu leyti rétt. Skila­nefnd­in hafi ekki stefnt fé­lög­um Tchenguiz vegna þessa. Og eng­in ákvörðun hafi verið tek­in um slíkt.

„Hið rétta í þessu máli er það að skila­nefnd­in gekk að láni sem bank­inn hafði veitt fyr­ir­tæk­inu Osca­tello In­vest­ments, en nefnd­in stefndi því fé­lagi hér á Íslandi í fe­brú­ar síðastliðnum. Nú er kom­inn dóm­ur í því máli hjá Héraðsdómi Reykja­vík­ur, sem kveðinn var upp í síðustu viku. Skila­nefnd­in hef­ur yf­ir­tekið þetta fé­lag, en hlut­irn­ir í því voru veðsett­ir bank­an­um. Osca­tello var móður­fé­lag í ákveðinni sam­stæðu og í eigu Tchenguiz, og var Somerfield ein af eign­um sam­stæðunn­ar.“

Jó­hann­es Rún­ar seg­ir að skila­nefnd­in muni gera allt sem hún geti til að fylgja því máli eft­ir sem snýr að deil­unni við Tchenguiz um ráðstöf­un hagnaðar­ins af sölu Somerfield, eins og hún geri í öðrum mál­um. Þá staðfest­ir hann að ágrein­ing­ur Kaupþings og fé­laga Tchenguiz hafi verið til um­fjöll­un­ar fyr­ir dóm­stól­um á Bresku jóm­frúa­eyj­um, í London og Reykja­vík, sem sé til marks um þann ásetn­ing skila­nefnd­ar­inn­ar að gera allt sem í henn­ar valdi stend­ur til að tryggja að þeir pen­ing­ar sem eru eign Kaupþings skili sér til kröfu­hafa bank­ans.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka