Töluðu í síma fyrir 24,6 milljónir

Alþingi Íslendinga.
Alþingi Íslendinga.

Símakostnaður alþingismanna nam 24,6 milljónum króna í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Alþingi. Símakostnaður ráðherranna 12 sem sátu í fyrra var greiddur af viðkomandi ráðuneyti og því skiptist kostnaðurinn á milli 51 þingmanns.

Upphæðin jafngildir því að símareikningur hvers þingmanns hafi verið rétt rúmlega 40.000 krónur á mánuði en það er einmitt sú upphæð sem Alþingi miðar við, áður en þingmönnum er send tilkynning um upphæð reikningsins og þeim boðið að gera „viðeigandi ráðstafanir.“ Afar fátítt er að þingmenn greiði hluta af símakostnaði, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka