Útlitið bjart næstu daga

00:00
00:00

Það má reikna með að lands­menn fái að njóta veður­blíðunn­ar a.m.k. næstu 2-3 daga. „Það get­ur verið að það fari aðeins að draga úr hit­an­um eft­ir það,“ seg­ir Árni Sig­urðsson, veður­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands. Hann bæt­ir við að það sé út­lit fyr­ir skap­legt veður þrátt fyr­ir að það kólni aðeins.

„Við sjá­um ekki í kort­un­um nein­ar af­ger­andi lægðir og nein hvassviðri - eins langt og við sjá­um. En það get­ur verið að það verði lægri hita­stig þegar það líður að helgi. Meiri lík­ur á skýjuðu veðri hérna suðvest­an­lands,“ seg­ir Árni.

Miðað við spána í dag sé það helst á sunnu­dag­inn sem veðrið muni breyt­ast. „Það verði þá meiri lík­ur á úr­komu og strekk­ingi og lægri hita. Kannski 5-10 stiga hita þegar kem­ur fram á sunnu­dag eða mánu­dag. En þetta er komið það langt fram í tím­ann að það er ekki víst að það ræt­ist. Það get­ur verið að þessi staða haldi áfram,“ seg­ir Árni enn­frem­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert