Útlitið bjart næstu daga

Það má reikna með að landsmenn fái að njóta veðurblíðunnar a.m.k. næstu 2-3 daga. „Það getur verið að það fari aðeins að draga úr hitanum eftir það,“ segir Árni Sigurðsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann bætir við að það sé útlit fyrir skaplegt veður þrátt fyrir að það kólni aðeins.

„Við sjáum ekki í kortunum neinar afgerandi lægðir og nein hvassviðri - eins langt og við sjáum. En það getur verið að það verði lægri hitastig þegar það líður að helgi. Meiri líkur á skýjuðu veðri hérna suðvestanlands,“ segir Árni.

Miðað við spána í dag sé það helst á sunnudaginn sem veðrið muni breytast. „Það verði þá meiri líkur á úrkomu og strekkingi og lægri hita. Kannski 5-10 stiga hita þegar kemur fram á sunnudag eða mánudag. En þetta er komið það langt fram í tímann að það er ekki víst að það rætist. Það getur verið að þessi staða haldi áfram,“ segir Árni ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka