Aðstoða bát með bilaða vél

Björgunarskip Landsbjargar er á leið frá Rifi til aðstoðar bát …
Björgunarskip Landsbjargar er á leið frá Rifi til aðstoðar bát sem er með bilaða vél á Breiðafirði. Landsbjörg

Björgunarskipið Björg frá Rifi var kallað út um klukkan hálf níu í morgun vegna bilaðs báts vestur af Skarðsströnd á Breiðafirði. Tveir menn voru um borð í bátnum.

Landhelgisgæslan hafði þá haft samband við nærstadda báta, en enginn nálægur réði við verkið. Björgin fór því þegar af stað, en um þriggja og hálfs tíma sigling er frá Rifi að hinum bilaða báti.

Veður er ágætt á svæðinu og settu bátsverjar út akkeri til að hamla reki. Bátinn rak þó eitthvað, en var ekki nálægt neinum skerjum.

Um klukkustund eftir að hjálparbeiðni barst komu boð um að búið væri að koma vél bátsins í lag og hann farinn að sigla sjálfur. Var þá hjálpin frá Björginni afþökkuð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert