Brugðist verði við einelti

Farið verður yfir viðbrögð við einelti í skólum, leikskólum og …
Farið verður yfir viðbrögð við einelti í skólum, leikskólum og félagsmiðstöðvum.

Gerð verður úttekt á viðbragðsáætlun borgarstofnana gegn einelti. Markmiðið er meðal annars að ekkert barn eða unglingur í Reykjavík eigi að þola einelti. Tillaga Samfylkingarinnar þessa efnis var samþykkt í borgarstjórn í kvöld.

Í samþykktinni er kveðið á um að horft verði til skóla, leikskóla, félagsmiðstöðva, frístundaheimila og annarra starfsstöðva Reykjavíkurborgar. Mannréttingastjóra og mannauðsstjóra er falið að skila tillögum til borgarráðs.

Tillögurnar eiga að miða að markmiðum forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar sem kveður á um að ekkert barn eða unglingur í Reykjavík eigi að þola einelti. Að allar borgarstofnanir hafi virkar viðbragðsáætlanir. Þá á að móta ferli og viðbrögð borgarinnar þegar eineltisáætlanir stofnana borgarinnar bregðast.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert