Erfið vísitölumæling í kreppu

Nýir bílar seljast nánast ekkert um þessar mundir og þeir …
Nýir bílar seljast nánast ekkert um þessar mundir og þeir hafa einnig hækkað verulega í verði.

Hagstofan, sem meðal annars mælir vísitölu neysluverðs, segir að mörg álitamál hafi komið upp við útreikning vísitölunnar eftir bankahrunið í haust. Eru m.a. nefnd áhrif hruns í bílasölu á  vísitöluna, lokun verslana í úrtaki, áhrif ef vörur eru til í minna mæli en áður og breytt neysluhegðun.

Fjallað er um þetta í nýjum Hagtíðindum. Þar kemur m.a. fram að í október á síðasta ári hafi verð á nýjum bílum hækkað um 4,1% en á sama tíma tók nær alvegfyrir sölu á nýjum bílum og því var þessi breyting á listaverði metin óraunhæf og því ekki tekin með í vísitölumælingu. Síðan hefur Hagstofan eingöngu mælt breytingu á verði seldra bíla.

Ef verslun er lokað eru notaðar verðbreytingar á vörum í þeim verslunum sem eftir eru í úrtaki Hagstofunnar. Í október duttu 10% verslana í fötum og vefnaðarvöru, eða 5 af 50, úr úrtakinu og síðan þá hefur nokkrum verslunum á markaði fyrir varanlegar vörur (raftæki, húsgögn o.þ.u.l.) verið lokað.

Hagstofan segir, að erfitt geti verið að bæta úrtakið við núverandi aðstæður, þegar óvíst sé hvernig þeim, sem enn eru í rekstri, reiði af og lítið sé um að nýjar verslanir taki til starfa. Hagstofan leitist við að bæta úrtakið jafnóðum, bæði með því að bæta við verslunum og með því að fjölga vörum í þeim verslunum sem eftir eru.

Hagtíðindi Hagstofunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert