Grunaður eggjaþjófur á ferð

Arnaregg eru eftirsótt í þröngum hópi safnara.
Arnaregg eru eftirsótt í þröngum hópi safnara. mbl.is/Golli

Er­lend­ur maður, sem grunaður er um að vera eggjaþjóf­ur, sást á ferli í grennd við haf­arn­ar­hreiður í Borg­ar­f­irði á sunnu­dag. Fugla­áhugamaður sem var við fugla­skoðun ræddi við mann­inn og lét lög­reglu vita í fram­hald­inu, en þegar hún kom á vett­vang var hann á bak og burt.

Aðdrag­andi máls­ins er sá að grun­semd­ir vöknuðu um ann­ar­leg­an til­gang manns­ins þegar hann kom til lands­ins á dög­un­um og var þá viðvör­un send út til lög­reglu­embætta um að þar gæti verið eggjaþjóf­ur á ferð. Síðastliðinn sunnu­dag sá ís­lensk­ur fugla­áhugamaður til hans í grennd við arn­ar­varps­stað í Borg­ar­f­irðinum, og var hann, skv. heim­ild­um mbl.is, nokkuð víga­leg­ur með vöðlur, bát og fleira. Fugla­áhugamaður­inn gaf sig á tal við hann og lét svo lög­reglu vita en þegar hún kom á vett­vang var hann á bak og burt. Hann mun þó vera enn á land­inu.

Lög­regl­an í Borg­ar­nesi staðfest­ir að sést hafi til manns­ins í Borg­ar­f­irðinum um helg­ina.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er ekki vitað til þess að maður­inn hafi náð eggj­um með sér, svo óljóst er hvort refsi­vert at­hæfi hafi verið framið. Örn­inn er enn á hreiðrinu, en þekkt er að menn hafi ýmis ráð til að dylja það ef þeir taka egg, t.d. að setja gerviegg und­ir fugl­inn. Þar sem ekki er talið ráðlegt að trufla örn­inn á þess­um viðkvæma tíma mun tím­inn einn leiða í ljós hvort egg hans hafi fengið að vera óhreyfð í hreiðrinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert