Hættur í hungurverkfalli

Hælisleitandinn Mansri Hichem.
Hælisleitandinn Mansri Hichem. mbl.is/Kristinn

Hælisleitandinn Mansri Hichem hætti á sunnudagskvöld í hungurverkfalli, sem hófst fyrir um 25 dögum. „Hann er að safna orku. Hann er dálítið máttfarinn en líður að öðru leyti ágætlega,“ segir Atli Viðar Thorstensen, verkefnisstjóri hjá Rauða krossi Íslands. 

Í síðustu viku var Hichem fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að hann fékk mikinn verk fyrir hjartað.  Hann var sendur heim eftir skoðun.

Hitchem, sem er frá Alsír, kom hingað til lands fyrir tveimur árum og óskaði eftir hæli. Þeirri ósk var synjað í apríl en í vetur kom í ljós að franskt vegabréf hans var falsað.

Mál hans er nú til kærumeðferðar hjá dómsmálaráðuneytinu. Hichem fór í hungurverkfall til að mótmæla því, hve langan tíma málsmeðferðin hefur tekið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert