Íslendingar ekki aðaleigendur jöklabréfa

Seðlabankinn.
Seðlabankinn.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í dag, að samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum væri sá orðrómur ekki réttur að stór hluti svonefndra jöklabréfa væri í eigu íslenskra aðila, sem hefðu keypt þau í útlöndum. 

Steingrímur sagði, að um væri að ræða margskonar stöður erlendra aðila í íslenska hagkerfinu og aðeins hluti þeirra væru hin hreinu jöklabréf, sem gefin voru út til að gera út á vaxtamuninn, aðallega á tímabilinu frá 2005 til 2008. 

Útgefendur bréfanna væru þekktir, aðallega þýskir, austurrískir og japanskir bankar, sem væru traustir greiðendur. Hins vegar væri ekki vitað hverjir handhafar bréfanna væru nú en þau hefðu skipt um hendur og færst á milli skuldabréfaflokka. 

Steingrímur var að svara fyrirspurn frá Þór Saari, þingmanni Borgarahreyfingarinnar,  sem sagði að sterkur orðrómur væri um að íslenskar fjármálastofnanir og íslenskir fjárfestir hefðu verið hinir eiginlegu útgefendur jöklabréfanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert