Koparlóð finnst við Þingvallakirkju

Margrét Hallmundsdóttir með lóðið.
Margrét Hallmundsdóttir með lóðið.

Margrét Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur, fann koparlóð í gólflagi við stoðarstein vestan við Þingvallakirkju í morgun. Lóðið vegur 252 grömm og er með hanka til að hengja það upp í vigt.

Fram kemur á vef Þingvalla, að lóðið hafi væntanlega verið notað í viðskiptum í búð, sem þarna hafi verið. Öskulög bendi til þess að búðin sé eldri en 1500 en nánari aldursgreining á gjósku og gólflagi muni koma fram síðar. 

Næstu daga hefst jarðvinna við suðurhlið Þingvallakirkjunnar sem fer fram undir eftirliti fornleifafræðings. Vinna við stétt og tröppur að kirkjunni hefst næstu daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert