Leita verður allra leiða til að draga úr kostnaði

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. Kristinn Ingvarsson

„Þær efna­hags­legu þreng­ing­ar sem ís­lenska þjóðin geng­ur nú í gegn­um eiga sér lík­lega fá for­dæmi. Til að bregðast við verður að draga veru­lega úr út­gjöld­um rík­is­ins, hvort sem okk­ur lík­ar bet­ur eða verr. Því þurf­um við að leita allra leiða til að ná niður kostnaði í hinu op­in­bera kerfi og helst án þess að skerða þjón­ust­una." Þetta kom fram í ávarpi Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, á ráðstefnu UT-dags­ins, dags upp­lýs­inga­tækn­inn­ar, sem hald­in er í dag.

Sagði Jó­hanna mark­miðið að þróa með end­ur­skipu­lagn­ingu og hagræðingu betri þjón­ustu fyr­ir minna fé.

„Ég vil að rík­is­stjórn­in fari fyr­ir með góðu for­dæmi og hagræði og bæti þjón­ust­una um leið. Við eig­um að end­ur­skipu­leggja ráðuneyti og stofn­an­ir þannig að þær þjóni al­menn­ingi og fyr­ir­tækj­um sem best og veiti sveigj­an­lega og góða þjón­ustu fyr­ir minni fjár­muni. Ég vil byggja á víðtæku sam­ráði og sam­vinnu um hagræðingu í stjórn­kerf­inu, með þátt­töku stjórn­enda, starfs­fólks og not­end­um þjón­ust­unn­ar.

Framund­an er gríðarlega vanda­samt verk­efni, jafn­vel það erfiðasta sem við höf­um nokkru sinni staðið frammi fyr­ir. Þar er mik­il­vægt að hlýða á sjón­ar­mið og radd­ir sem flestra og því er þessi ráðstefna sem skipu­lögð er í dag mik­il­vægt skref á þeirri veg­ferð sem við erum nú að hefja," sagði Jó­hanna.

Ræða Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur í heild
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka