Rúmlega 200 útlendingar í íslenskupróf

Eyþór Árnason

Alls munu 205 útlendingar þreyta íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt sem haldin verða í fyrsta sinn 8.-12. júní nk. eftir breytingu þar að lútandi á lögum um íslenskan ríkisborgararétt sem tóku gildi 1. janúar sl.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið samdi við Námsmatsstofnun um að annast undirbúning og framkvæmd prófanna. Íslenskupróf skal að jafnaði halda eigi sjaldnar en tvisvar á ári og ráðgert er að halda þau næst í nóvember eða desember nk., að því er fram kemur í vefriti ráðuneytisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert