Segja má að veðurspáin fyrir daginn í dag sé ljósrit af spánni, sem Veðurstofan hefur birt undanfarna daga. Gert er ráð fyrir norðaustlægri átt, 5-13 metrum á sekúndu, hvassast norðvestanlands og við austurströndina. Víða verður léttskýjað en skýjað og súld af og til norðaustanlands og úti við norðurströndina.
Hægari vindur verður þegar líður á daginn og léttir sums staðar til norðaustanlands. Hiti verður 11 til 18 stig yfir hádaginn, hlýjast suðvestanlands, en mun svalara norðaustanlands og við norðurströndina.