Stefán hæfastur til að gegna starfi rektors

Nefnd sem skipuð var til að meta hæfi umsækjenda um embætti rektors Háskólans á Akureyri taldi dr. Stefán B. Sigurðsson hæfastan til að gegna embætti rektors. Alls sóttu sex um embættið en einni umsókn var vísað frá þar sem viðkomandi er ekki með doktorspróf. Hinir fimm voru allir metnir hæfir til að gegna embættinu. Ráðning rektors verður tekin fyrir á háskólafundi þann 26. maí en  menntamálaráðherra skipar rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs.

Staða rektors við Háskólann á Akureyri var auglýst laus til umsóknar þann 9. janúar 2009 og rann umsóknarfrestur út þann 10. febrúar sl.  

Alls bárust sex umsóknir um starfið:

Dr. Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðar
Dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri
Dr. Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor í stjórnun við Háskólann á Akureyri
Dr. Ívar Jónsson, forstöðumaður þjóðdeildar Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns
Dr. Stefán B. Sigurðsson, prófessor og forseti læknadeildar Háskóla Íslands
Zhanna Suprun, verkfræðingur.

Umsókn Zhanna Suprun var vísað frá þar sem hún hafði ekki lokið doktorsprófi eins og auglýsing gerði að skilyrði.

Gert er ráð fyrir að nýr rektor hefji störf 1. júlí nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert