Styttist í komu Dalai Lama

Dalai Lama
Dalai Lama Reuters

Dalai Lama, Tenzin Gyatso, handhafi friðarverðlauna Nóbels og andlegur og veraldlegur leiðtogi Tíbeta, er væntanlegur til landsins þann 31.maí og dvelur hér á landi til 3. júní. Þetta er í fyrsta sinn sem Dalai Lama heimsækir Ísland en hann hefur heimsótt fjölda landa undanfarin 50 ár, ýmist sem gestur trúfélaga, ríkisstjórna eða í boði einkaaðila.

Meðan á dvöl hans stendur mun Dalai Lama halda fyrirlestur í Laugardalshöll þann 2. júní kl. 15 þar sem hann fjallar um lífsgildi, viðhorf og leiðir til lífshamingju ásamt því að svara fyrirspurnum, að því er segir í tilkynningu.

Dalai Lama hefur þegið boð biskups Íslands um að taka þátt í þvertrúarlegri samkomu í Hallgrímskirkju á annan dag hvítasunnu, þann 1. júní kl. 15. Athöfnin verður opin almenningi og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Þá mun hann heimsækja Háskóla Íslands í boði rektors og hugvísindasviðs, flytja þar ávarp og taka þátt í pallborðsumræðum.

Félagið Dalai Lama á Íslandi stendur fyrir heimsókninni og hefur séð um allan undirbúning hennar, samkvæmt tilkynningu en hægt er að kaupa miða á fyrirlestur Dalai Lama í Laugardalshöll hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka