Vilja fá Fríkirkjuveg 11 til baka

Það er einlæg von borgarfulltrúa Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs að Fríkirkjuvegur 11 komist sem fyrst í hendur almennings aftur, sem og aðrar opinberar eignir sem auðmenn hafa notað ímyndað fjármagn til að kaupa, segir í bókun sem borgarfulltrúar VG lögðu fram í dag.

Fulltrúarnir segja í bókuninni að nú sé liðið rétt ár frá því borgarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna og F-lista stóð að sölu á Fríkirkjuvegi 11 og lóð til Novators. Þá hafi þetta umdeilda mál velkst um í borgarkerfinu í átján mánuði. 

Engin starfsemi virðist vera í húsinu og áhyggjur séu af því að það liggi undir skemmdum. Það er einlæg von borgarfulltrúa Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs að Fríkirkjuvegur 11 komist sem fyrst í hendur almennings aftur, sem og aðrar opinberar eignir sem auðmenn hafa notað ímyndað fjármagn til að kaupa, segir í bókun borgarfulltrúanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert