Vilja fá Fríkirkjuveg 11 til baka

Það er ein­læg von borg­ar­full­trúa Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs að Frí­kirkju­veg­ur 11 kom­ist sem fyrst í hend­ur al­menn­ings aft­ur, sem og aðrar op­in­ber­ar eign­ir sem auðmenn hafa notað ímyndað fjár­magn til að kaupa, seg­ir í bók­un sem borg­ar­full­trú­ar VG lögðu fram í dag.

Full­trú­arn­ir segja í bók­un­inni að nú sé liðið rétt ár frá því borg­ar­stjórn­ar­meiri­hluti sjálf­stæðismanna og F-lista stóð að sölu á Frí­kirkju­vegi 11 og lóð til Novators. Þá hafi þetta um­deilda mál velkst um í borg­ar­kerf­inu í átján mánuði. 

Eng­in starf­semi virðist vera í hús­inu og áhyggj­ur séu af því að það liggi und­ir skemmd­um. Það er ein­læg von borg­ar­full­trúa Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs að Frí­kirkju­veg­ur 11 kom­ist sem fyrst í hend­ur al­menn­ings aft­ur, sem og aðrar op­in­ber­ar eign­ir sem auðmenn hafa notað ímyndað fjár­magn til að kaupa, seg­ir í bók­un borg­ar­full­trú­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert