42 þúsund slösuðust í fyrra

Frá slysstaðnum við grunnskólann í Garði í morgun. Mörgþúsund slösuðust …
Frá slysstaðnum við grunnskólann í Garði í morgun. Mörgþúsund slösuðust í vinnu í fyrra. mynd/vf.is

Nærri 42 þúsund slösuðust í fyrra sé litið til skráðra slysa. Flestir slasast í heima- og frítímaslysum eða 42,5 og næst flestir í vinnuslysum eða 20,8%. Þetta má sjá á vef Landlæknisembættisins.

Embættið vekur athygli á að karlmenn virðast lenda í mun fleiri slysum heldur en konur árið 2008. Karlar voru 59,9% slasaðra en konur 40,1%. „Þessi mikli munur á milli kynjanna á einkum við framan af ævi því um ellilífeyrisaldurinn verður breyting á og slysatíðni verður hærri meðal kvenna heldur en karla,“ segir í frétt embættisins á heimasíðu þess.

Alls slösuðust 11.831 eða 28,2% í bílslysum. Þegar rýnt er betur í tölurnar má sjá að 3.464 slösuðust við íþróttaiðkun (8,2%) og önnur 14.332 heima eða í frítíma sínum (34,1%). Þá slösuðust 2.344 í skólaslysum (5,6%). Aðeins slasaðist 81 í sjóslysi í fyrra eða 0,2%

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert