42 þúsund slösuðust í fyrra

Frá slysstaðnum við grunnskólann í Garði í morgun. Mörgþúsund slösuðust …
Frá slysstaðnum við grunnskólann í Garði í morgun. Mörgþúsund slösuðust í vinnu í fyrra. mynd/vf.is

Nærri 42 þúsund slösuðust í fyrra sé litið til skráðra slysa. Flest­ir slasast í heima- og frí­tíma­slys­um eða 42,5 og næst flest­ir í vinnu­slys­um eða 20,8%. Þetta má sjá á vef Land­læknisembætt­is­ins.

Embættið vek­ur at­hygli á að karl­menn virðast lenda í mun fleiri slys­um held­ur en kon­ur árið 2008. Karl­ar voru 59,9% slasaðra en kon­ur 40,1%. „Þessi mikli mun­ur á milli kynj­anna á einkum við fram­an af ævi því um elli­líf­eyris­ald­ur­inn verður breyt­ing á og slysatíðni verður hærri meðal kvenna held­ur en karla,“ seg­ir í frétt embætt­is­ins á heimasíðu þess.

Alls slösuðust 11.831 eða 28,2% í bíl­slys­um. Þegar rýnt er bet­ur í töl­urn­ar má sjá að 3.464 slösuðust við íþróttaiðkun (8,2%) og önn­ur 14.332 heima eða í frí­tíma sín­um (34,1%). Þá slösuðust 2.344 í skóla­slys­um (5,6%). Aðeins slasaðist 81 í sjó­slysi í fyrra eða 0,2%

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert