Áforma að flytja 38 mál á vorþinginu

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. mbl.is/ÁrnI Sæberg

Rík­is­stjórn­in áform­ar að flytja 38 mál á 137. lög­gjaf­arþing­inu sem nú er nýhafið. Þetta má lesa úr þing­mála­skrá sem lögð var fram um leið og for­sæt­is­ráðherra flutti stefnuræðu sína. Flest mál verða flutt af hálfu viðskiptaráðherra, 8 tals­ins. Þetta kem­ur fram á vef for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins.

For­sæt­is­ráðuneytið mun m.a. leggja fram frum­varp til laga um þjóðar­at­kvæðagreiðslur og frum­varp til laga um ráðgef­andi stjórn­lagaþing.

Fjár­málaráðuneytið mun leggja fram frum­varp til laga um stofn­un hluta­fé­lags til að stuðla að end­ur­skipu­lagn­ingu þjóðhags­lega mik­il­vægra at­vinnu­fyr­ir­tækja.

Sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneytið hyggst leggja fram frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um stjórn fisk­veiða.

Ut­an­rík­is­ráðuneytið mun t.d. leggja fram til­lögu til þings­álykt­un­ar um aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið.

Þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert