Útlit er fyrir að sólin eigi eftir að gleðja marga landsmenn í dag líkt og undanfarna daga en samkvæmt spá á vef Veðurstofunnar er hæg breytileg átt. Léttir til norðaustanlands, skýjað með köflum á Austfjörðum og Suðausturlandi, annars yfirleitt léttskýjað. Líkur á stöku síðdegisskúrum sunnanlands, einkum á morgun. Hiti 8 til 16 stig yfir daginn.
Á morgun, uppstigningardag, er spáð hægri austlægri eða breytilegri átt. Sums staðar þokuloft
við sjóinn og líkur á síðdegisskúrum sunnanlands, annars yfirleitt
bjart. Hiti 8 til 15 stig.