Baugsmálinu ekki vísað frá

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. Morgunblaðið/Kristinn

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur synjað frá­vís­un­ar­kröfu Jóns Ásgeirs Jó­hann­es­son­ar, Tryggva Jóns­son­ar, Krist­ín­ar Jó­hann­es­dótt­ur auk Baugs Groups og Fjár­fest­inga­fé­lags­ins Gaums á Baugs­mál­inu. Það varð ljóst í Héraðsdómi Reykj­vík­ur nú í morg­un, sam­kvæmt vef Vís­is. Það fékkst ekki staðfest í Héraðsdómi þar sem tölvu­kerfið lá niðri.

Frá­vís­un­ar­kraf­an í þessu Baugs­máli, sem telst til skatta­hluta þess fyrra, var fyrst tek­in fyr­ir í Héraðsdómi Reykja­vík­ur þann 25. fe­brú­ar. Sak­ar­efnið er meiri­hátt­ar brot gegn skatta­lög­um á ár­un­um 1998 til 2002.

Sam­kvæmt frétt Morg­un­blaðsins frá 26. fe­brú­ar hófst rann­sókn á bók­haldi og skatt­skil­um Baugs í nóv­em­ber 2003 og fékk Baug­ur af­henta endurálagn­ingu frá rík­is­skatt­stjóra fyr­ir árin 1998 til 2002 hinn 31. des­em­ber 2004. Baug­ur greiddi 142 millj­ón­ir króna í janú­ar 2005 vegna þessa. Jón Ásgeir og Krist­ín kærðu rann­sókn máls­ins en höfðu ekki er­indi sem erfiði. Dóm­ar­ar bæði í héraði og Hæsta­rétti töldu kær­una of seint fram komna þar sem rann­sókn máls­ins var lokið og dómsmeðferð að hefjast. Var mál­um þeirra því vísað frá.

Hvorki náðist í Gest Jóns­son, verj­anda Jóns Ásgeirs, né Helga Magnús Gunn­ars­son, sak­sókn­ara Rík­is­lög­reglu­stjóra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert