Icelandair flýgur aukaferðir vegna landsleiks

Eiður Smári í leik með Íslandi.
Eiður Smári í leik með Íslandi. mbl.is Golli

Mik­ill áhugi er í Hollandi á lands­leik Íslands og Hol­lands í undan­keppni heims­meist­ara­keppn­inn­ar í fót­bolta sem leik­inn verður á Laug­ar­dals­vell­in­um laug­ar­dag­inn 6. júní. Vegna þess­ar­ar miklu eft­ir­spurn­ar hef­ur Icelanda­ir bætt þrem­ur flug­um við dag­lega áætl­un sína til Amster­dam og eru þau full­bókuð.

Gera má ráð fyr­ir að á annað þúsund aðdá­end­ur liðsins komi með Icelanda­ir dag­ana fyr­ir leik­inn og setji svip á borg­ina þessa helgi, en hol­lensk­ir knatt­spyrnuaðdá­end­ur eru þekkt­ir fyr­ir að klæðast og skreyta sig hinum skæra app­el­sínu­gula ein­kenn­islit landsliðsins, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Liðin léku fyrri leik­inn í undan­keppn­inni í Rotter­dam í októ­ber síðastliðnum og þá sig­urðu Hol­lend­ing­ar 2-0.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert