Mikill áhugi er í Hollandi á landsleik Íslands og Hollands í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í fótbolta sem leikinn verður á Laugardalsvellinum laugardaginn 6. júní. Vegna þessarar miklu eftirspurnar hefur Icelandair bætt þremur flugum við daglega áætlun sína til Amsterdam og eru þau fullbókuð.
Gera má ráð fyrir að á annað þúsund aðdáendur liðsins komi með Icelandair dagana fyrir leikinn og setji svip á borgina þessa helgi, en hollenskir knattspyrnuaðdáendur eru þekktir fyrir að klæðast og skreyta sig hinum skæra appelsínugula einkennislit landsliðsins, að því er segir í tilkynningu.
Liðin léku fyrri leikinn í undankeppninni í Rotterdam í október síðastliðnum og þá sigurðu Hollendingar 2-0.