Notar sprengitöflur til að hressa líflítil lömb

Árni Torfason

„Ég prófaði þetta fyrst á kálfi og hann bráðlifnaði við,“ sagði Kjart­an Magnús­son, bóndi í Hjalla­nesi 2 í Rangárþingi ytra. Hann hef­ur gefið líf­litl­um lömb­um og kálfi sprengitöfl­ur sem ætlaðar eru hjarta­sjúk­ling­um. Ungviðið hef­ur flest tekið fljótt við sér eft­ir töflu­gjöf­ina.

„Ég hef bjargað nokkr­um lömb­um og ein­um kálfi. Ég byrjaði á þessu í vor með lömb­in en kálf­ur­inn er lif­andi síðan í haust,“ sagði Kjart­an. Um er að ræða út­runn­ar sprengitöfl­ur af sömu gerð og sum­ir hjarta­sjúk­ling­ar ganga með í vas­an­um. Töfl­urn­ar fékk Kjart­an hjá full­orðinni konu sem sagði að þær væru orðnar svo gaml­ar að þær mætti kannski prófa á kálf­um.

„Þau eru mis­mikið dauð, eins og þar seg­ir. En þetta get­ur ör­ugg­lega bjargað ein­hverj­um – það er nokkuð ljóst,“ sagði Kjart­an. „Það er eng­in fræðimennska á bak við þetta. Bara fikt.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka