Maður á níræðisaldri var handtekinn á Selfossi í kvöld grunaður um ölvun við akstur eftir hann að hann hafði ekið á bíl og hús og síðan í gegn um bílskúrshurðina heima hjá sér.
Maðurinn ætlaði að aka bílnum inn í bílskúrinn þegar hann setti óvart í bakkgír. Bakkaði hann yfir götuna og hafnaði á bíl sem þar var og húsi. Setti svo í áframgír og ók upp að húsi sínu og í gegn um bílskúrshurðina sem ekki var búið að opna, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar.
Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem blóðsýni var tekið.