Repja framtíðareldsneyti fiskiskipaflotans

Ræktunin lofar góðu eins og meðfylgjandi mynd sýnir, en hana …
Ræktunin lofar góðu eins og meðfylgjandi mynd sýnir, en hana tók Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.

Repju­rækt­un geng­ur vel á veg­um Sigl­inga­stofn­un­ar og ef vel tekst til gætu Íslend­ing­ar með tím­an­um ef til vill orðið sjálf­um sér nóg­ir um eldsneyt­isol­íu á fiski­skipa­flota lands­manna. Sigl­inga­stofn­un vinn­ur nú að rann­sókn­ar­verk­efni um um­hverf­i­s­væna orku­gjafa.

Jón Bernód­us­son verk­fræðing­ur hjá stofn­un­inni hef­ur haft veg og vanda af verk­efn­inu, en það er unnið í sam­starfi við Land­búnaðar­há­skóla Íslands. Sú leið var val­in að skoða mögu­leika á rækt­un á vetr­ar­repju hér á landi en er­lend­is hef­ur þessi rækt­un gefið góðan ár­ang­ur, að því er seg­ir á vef Sigl­inga­stofn­un­ar.

Repju­jurtina má nota sem fóður­plöntu og jurta­ol­íu­gjafa og ef vel geng­ur má nota hana til að fram­leiða eldsneyt­isol­íu en auka­af­urðina, repju­hratið, mætti nota í dýra­fóður eins og víða er gert.

„Verk­efnið ger­ir ráð fyr­ir að vetr­ar­repj­an sé ræktuð á ann­ars ónýttu landsvæði og komi þannig ekki í stað mat­væla­rækt­un­ar. Ef vel tekst til gætu Íslend­ing­ar með tím­an­um ef til vill orðið sjálf­um sér nóg­ir um eldsneyt­isol­íu á fiski­skipa­flota lands­manna og heyjað sér ár­leg­an orku­forða á gul­blómstrandi repju­breiðum. Þar sem jurtir binda í sér kol­efni við ljóstil­líf­un væri vandi sá sem tal­inn er stafa af kolt­ví­sýr­ingi í and­rúms­lofti sem til er kom­inn vegna út­blást­urs véla leyst­ur með þess­ari aðferð við orku­öfl­un," að því er fram kem­ur á vef Sigl­inga­stofn­un­ar.

Verk­leg­ar til­raun­ir hóf­ust síðsum­ars í fyrra þegar vetr­ar­repju var í sam­starfi við bænd­ur plantað í tíu akra víðsveg­ar um landið.  Ef fram fer sem horf­ir verður í haust hægt að upp­skera repju­plönt­ur af ís­lensk­um til­rauna­ökr­um og gera sam­an­b­urð á afurðum þeirra miðað við þær er­lendu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert