Sparisjóðinir lækka vexti inn- og útlána

Sparisjóðirnir á Íslandi
Sparisjóðirnir á Íslandi

Sparisjóðirnir munu flestir lækka inn- og útlánsvexti frá og með 21. maí næstkomandi. Einng verður breyting á innlendum gjaldeyrisreikningum.

Segir í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sparisjóða að sparisjóðirnir á Íslandi lýsa sig reiðubúna til samstarfs um lausn þess vanda sem nú liggur á þjóðinni

„Sparisjóðirnir stíga hér með enn einu sinni fram af ábyrgð með lækkun vaxta á inn- og útlánum. Við endurreisn íslensks samfélags skiptir höfuðmáli að standa fjárhagslega vel við bakið á einstaklingum og minni fyrirtækjum þar gegna sparisjóðirnir mikilvægu hlutverki.
Til þess að svo geti orðið þarf að gæta jafnræðis í öllum aðgerðum hins opinbera jafnt skilanefndum sem almennum aðgerðum Alþingis og ríkisstjórnar.

Þær aðstæður hafa ná skapast hér á landi að allir íslensku viðskiptabankarnir hafa fallið og rekstur þeirra er í höndum íslenska ríkisins. Það hlýtur að vera ástand sem enginn sér fyrir sér að vari til langs tíma. Menn spyrja sig hins vegar: Hvernig getum við tryggt mótvægi við ríkisbankana og tryggt að í nútíma markaðshagkerfi geti aðrar fjármálastofnanir þrifist og jafnvel tekið yfir þau verkefni sem ríkið verður nú að sinna?
Svarið við þessari spurningu er: Sparisjóðirnir á Íslandi.
Þeir eru einu fyrirtækin, í almennri fjármálaþjónustu, sem að mestu hafa staðið af sér storminn og ekki fallið undan oki kreppunnar. Það er mat forráðamanna sparisjóðanna í landinu að það sé þjóðhagslega mikilvægt að tryggt verði að þessi fyrirtæki nái að halda velli og gegna þeirri grunnþjónustu í samfélaginu sem þeir hafa gegnt frá á 19. öld. Verði þannig einu fjármálafyrirtækin sem rekin eru áfram á sömu óbreyttu kennitölunni.

Til að tryggja jafnræði á fjármálamarkaði áður en í óefni er komið þarf að taka af öll tvímæli um að sparisjóðirnir skuli lifa og hraða aðgerðum til að tryggja það," að því er segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert