Borgarfulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingarinnar sátu hjá er greidd voru atkvæði um Fríkirkjuveg 11 í borgarstjórn í gær.
Hafði Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi lagt fram tillögu um að Reykjavíkurborg óskaði eftir viðræðum við eigendur Fríkirkjuvegar 11 um að þeir skili húseigninni ásamt lóðaréttindum aftur til borgarinnar án endurgjalds.
Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks flutti hins vegar frávísunartillögu um málið, sem var samþykkt með 8 atkvæðum gegn einu atkvæði Ólafs. Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar sátu hins vegar hjá, þó að VG hafi látið bóka að það sé einlæg von borgarfulltrúa flokksins að Fríkirkjuvegur 11, sem og aðrar opinberar eignir sem auðmenn hafa notað ímyndað fjármagn til að kaupa, komist sem fyrst í hendur almennings aftur.