Súperhetjur á Austurvelli

 

Íslendingar eru súperhetjur segir Poul R. Weile sýningarstjóri verksins Ást list ást í Norræna húsinu. Hann segir að íslenska þjóðin hafi verið gerð að svörtum sauðum vesturlanda fyrir efnahagskreppuna. Almenningur hér hafi þó ekkert gert rangt frekar en almenningur annars staðar í Vestur Evrópu.  

Víða um bæinn hefur verið komið fyrir myndum af súperhetjum þar sem Íslendingar geta stillt sér upp fyrir myndatöku og sett afraksturinn inn á facebook. Íslendingar sem sleiktu sólina á Austurvelli tóku þessu vel og stilltu sér upp fyrir myndatöku í sólinni. Og ekki bara Íslendingar heldur líka ferðamenn sem tóku vel í þessa nýbreytni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka