Súperhetjur á Austurvelli

00:00
00:00

Íslend­ing­ar eru súper­hetj­ur seg­ir Poul R. Weile sýn­ing­ar­stjóri verks­ins Ást list ást í Nor­ræna hús­inu. Hann seg­ir að ís­lenska þjóðin hafi verið gerð að svört­um sauðum vest­ur­landa fyr­ir efna­hagskrepp­una. Al­menn­ing­ur hér hafi þó ekk­ert gert rangt frek­ar en al­menn­ing­ur ann­ars staðar í Vest­ur Evr­ópu.  

Víða um bæ­inn hef­ur verið komið fyr­ir mynd­um af súper­hetj­um þar sem Íslend­ing­ar geta stillt sér upp fyr­ir mynda­töku og sett afrakst­ur­inn inn á face­book. Íslend­ing­ar sem sleiktu sól­ina á Aust­ur­velli tóku þessu vel og stilltu sér upp fyr­ir mynda­töku í sól­inni. Og ekki bara Íslend­ing­ar held­ur líka ferðamenn sem tóku vel í þessa nýbreytni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka