Tveimur skrifstofum Ferðamálastofu lokað

Ut­an­rík­isþjón­ust­an, Útflutn­ings­ráð Íslands og  Ferðamála­stofa hafa hafið form­legt sam­starf um kynn­ingu á Íslandi sem ferðamannastað í sam­ræmi við áætlan­ir um sam­hæf­ingu á kynn­ingu Íslands er­lend­is. Stefnt er að því að sendi­ráð Íslands verði héðan í frá form­leg­ur upp­lýs­inga­veit­andi ferðamála er­lend­is og styðji af al­efli við markaðsstarf Ferðamála­stofu á helstu mörkuðum ferðaþjón­ust­unn­ar.

Sam­starfið end­ur­spegl­ast m.a. í því að skrif­stof­ur Ferðamála­stofu í Kaup­manna­höfn og Frankfurt verða lagðar niður, og munu verk­efni þeirra flytj­ast að stór­um hluta til sendi­ráða Íslands í viðkom­andi ríkj­um sem þannig taka að sér hlut­verk markaðsskrif­stofa ferðamála í ná­inni sam­vinnu við Ferðamála­stofu og Útflutn­ings­ráð, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Sendi­ráð Íslands hafa haf­ist handa við að kynna þetta aukna sam­starf fyr­ir söluaðilum Íslands­ferða á Norður­lönd­um,  blaðamönn­um og starfs­fólki sem mun starfa við ferðamál­in.  Var m.a. kynn­ing í Kaup­manna­höfn í síðustu viku þar sem kynnt­ir voru til sög­unn­ar þeir starfs­menn sendi­ráðanna á Norður­lönd­um og í Berlín sem sér­stak­lega hafa verið til­nefnd­ir sem um­sjón­ar­menn ferðamála í viðkom­andi ríkj­um.

Þess­ir starfs­menn eru: Rósa Viðars­dótt­ir, Kaup­manna­höfn; Elín Óskars­dótt­ir, Stokk­hólmi; Arna Lís­bet Þor­geirs­dótt­ir, Hels­inki; Lára Jón­as­dótt­ir, Osló (tíma­bundið); og Ruth Bobrich, Berlín en hún verður  Davíð Jó­hanns­syni, for­stöðumanni markaðsskrif­stofu ferðamála í Frankfurt inn­an hand­ar er hann flyst til Berlín­ar og held­ur starf­inu úti úr sendi­ráðinu.


       

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert