Ásmundur bæjarstjóri í Garði

Garður.
Garður. www.mats.is

Bæjarráð Gerðahrepps ákvað í gær að leggja það til við bæjarstjórn að ráða Ásmund Friðriksson, fyrrverandi fiskverkanda í Eyjum, sem bæjarstjóra  hreppsins.

52 sóttu um starfið sem losnaði vegna þess að Oddný Harðardóttir, fráfarandi bæjarstjóri, var kjörin á Alþingi fyrir Samfylkinguna í apríl.

Fram kemur á vef Víkurfrétta, að á fundi bæjarráðs í gær hafi verið ákveðið að vísa tillögu um að ráða Ásmund í starf bæjarstjóra út kjörtímabilið til sérstaks aukafundar í bæjarstjórn á morgun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert