„Átti ekki að ræða eitthvað allt annað?“

Ráðherrar í sætum sínum á Alþingi.
Ráðherrar í sætum sínum á Alþingi. mbl.is/Ómar

Formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, sté í pontu í gær til að ræða um fund­ar­stjórn for­seta. Sagði hann það vekja furðu sína að ekk­ert mál væri á dag­skrá þings­ins sem varðaði stöðu heim­ila og fyr­ir­tækja. Þess í stað væri m.a. verið að ræða meðhöndl­un úr­gangs, erfðabreytt­ar líf­ver­ur og kynja­hlut­föll í stjórn­um fyr­ir­tækja.

Allt væru þetta ágæt­is mál en brýn­ast væri að ræða og leysa brýn­an fjár­hags­vanda heim­ila og fyr­ir­tækja í land­inu. „Vor­um við ekki kom­in til að ræða um eitt­hvað allt annað?“ spurði Sig­mund­ur Davíð. Und­ir þetta tóku Birk­ir Jón Jóns­son og Eygló Harðardótt­ir, þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, for­seti Alþing­is, svaraði því til að for­sæt­is­ráðherra myndi ræða stöðu efna­hags­mála eft­ir helg­ina, en þingið er nú komið í langt helg­ar­frí.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert