Boða til fundar á Austurvelli

Frá mótmælunum á Austurvelli fyrr á þessu ári.
Frá mótmælunum á Austurvelli fyrr á þessu ári. Ómar Óskarsson

Hags­muna­sam­tök heim­il­anna hafa boðað til sam­stöðufund­ar á Aust­ur­velli  á laug­ar­dag kl. 15.00. Þetta er gert vegna þess "neyðarástands sem rík­ir á Íslandi" eins og seg­ir í fund­ar­boði.

"Við telj­um að þær aðgerðir sem stjórn­völd hafa ákveðið að grípa til séu því miður hvergi nærri full­nægj­andi.  Sam­kvæmt nýrri þjóðhags­spá fjár­málaráðuneyt­is­ins munu 28.500 fjöl­skyld­ur á Íslandi (um 30%), skulda meira en þær eiga í árs­lok 2009.  Árið 2007 var um að ræða 7.500 fjöl­skyld­ur.  Þetta er 380% aukn­ing."

Í fund­ar­boði er sett fram krafa um að geng­is- og verðtryggð lán verði leiðrétt með al­menn­um aðgerðum,  að áhætta milli lán­veit­enda og lán­tak­enda verði jöfnuð, verðtrygg­ing verði af­num­in, að veð tak­markist við þá eign sem sett er að veði og um sam­fé­lags­lega ábyrgð lán­veit­enda.

Ræðumenn verða Bjarki Stein­gríms­son, vara­formaður V.R, Guðrún Dadda Ásmund­ar­dótt­ir, í stjórn Hags­muna­sam­taka heim­il­anna, Ólaf­ur Garðars­son, í stjórn Hags­muna­sam­taka heim­il­anna og Sigrún Elsa Smára­dótt­ir, borg­ar­stjórn­ar­full­trúi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert