Börðust við eld í Heiðmörk

Grillið var í miðjum eldinum.
Grillið var í miðjum eldinum. mynd/Eggert Ingólfsson

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins barðist nú undir kvöld í um einn og hálfan klukkutíma við gróðureld, sem kviknaði í Vífilsstaðahlíð í Heiðmörk. Þar hafði fólk verið að elda á einnota kolagrilli og virðist hafa skilið það eftir með þeim afleiðingum að eldur barst í sinu og um 400 fermetrar af gróðri brunnu.

Hópur manna, sem var í svonefndu fjallabruni á reiðhjólum, sá reyk stíga upp frá svæðinu. Þeir könnuðu málið, sáu eldinn og reyndu að slökkva hann. Einn þeirra, Eggert Ingólfsson, sagði að þeir hefðu reynt að hella vatni og gosi á eldinn og sprautað úr slökkvitæki, sem einn hafði meðferðis en ekkert gekk. Vegfarandi hringdi þá á slökkviliðið sem kom af vörmu spori.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu voru sendir tveir bílar á staðinn, dælubíll og tankbíll. Talsverðan tíma tók að slökkva eldinn enda er sinan þurr og nokkur vindur var. 

Eldurinn var talsvert mikill.
Eldurinn var talsvert mikill. mynd/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka