Ríkisskattstjóri, sem að undanförnu hefur unnið að því að afla upplýsinga um eignarhald á stærstu félögum í eigu Íslendinga, telur að eignarhald minnst 400 félaga sem tengjast Íslendingum er óljóst. Þetta kom fram í fréttum RÚV.
Embætti ríkisskattstjóra er að kanna hvort eigendur stærstu félaga á Íslandi hafi komið sér undan
skattgreiðslum. Til að hafa upp á þeim sem grunaðir eru um að hafa skotið undan
skatti vinnur ríkisskattstjóri að því að hafa upp á raunverulegum
eigendum ýmissa félaga sem skráð eru erlendis, yfirleitt í
skattavinjum, en tengjast Íslendingum.