Eigum við að boða geimverum kristna trú?

Álfur Birkir Bjarnason, Seljaskóla var ákveðinn í sínum málflutningi.
Álfur Birkir Bjarnason, Seljaskóla var ákveðinn í sínum málflutningi. Ómar Óskarsson

Seljaskóli sigraði í MORGRON (mælsku- og rökræðukeppni grunnskóla Reykjavíkur og nágrennis). Seljaskóli keppti við Hagaskóla sem varð að játa sig sigraðan eftir harða keppni. Keppnin fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær.

Umræðuefnið í keppninni var óvenjulegt. Ef við finnum geimverur – ættum við að boða þeim kristna trú? Hagaskóli mælti með því en Seljaskóli var á móti.

Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir ræðukeppni grunnskólanema undanfarin ár, en gerði það ekki í ár. Nemendur tóku sig hins vegar saman og skipulögðu sjálf nýja keppni sem fékk nafnið MORGRON.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert