Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent umhverfisráðherra stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar að bygging Suðvesturlínur og styrking raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi skuli ekki metin með öðrum tengdum framkvæmdum.
Náttúruverndarsamtök Íslands telja að í samræmi við 2. mgr. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum verði að meta tengdar framkvæmdir sem háðar eru hver annarri, (álver, orkuver og raflínulagnir) sameiginlega. "Hér er um að ræða afar stórar framkvæmdir og ljóst að ekki fæst heildarmynd af umhverfisáhrifum þeirra nema þær séu metnar saman í einu lagi," segir í fréttatilkynningu frá Náttúruverndarsamtök Íslands.