Málsmeðferðin tók 3 ár

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. mbl.lis/GSH

Hæstirétt­ur hef­ur dæmd karl­mann á fer­tugs­aldri í 5 mánaða skil­orðbundið fang­elsi fyr­ir lík­ams­árás og brot gegn vald­stjórn­inni. Var ákveðið að skil­ors­binda refs­ing­una vegna þess hve rann­sókn máls­ins dróst lengi en maður­inn framdi brotið í ág­úst 2006 þegar þjóðhátíð stóð yfir í Eyj­um. Ákæra var þing­fest í maí á síðasta ári.

Maður­inn var ákærður fyr­ir að slá dyra­vörð á veit­ingastað í Vest­manna­eyj­um í and­litið með þeim af­leiðing­um að hann hlaut skurðsár á efri vör og missti fram­tönn í efri góm. Þegar lög­regla var kölluð til veitt­ist maður­inn með of­beldi og hót­un­um um of­beldi að lög­reglu­manni, sparkaði í fæt­ur hans og hótaði hon­um líf­láti.

Maður­inn neitaði því að hafa ráðist á dyra­vörðinn en sagðist hafa lent í útistöðum við lög­reglu þar sem hún hefði farið manna­villt. Hæstirétt­ur taldi sök manns­ins hins veg­ar sannaða með framb­urði vitna. Seg­ir dóm­ur­inn að árás manns­ins á dyra­vörðinn hafi verið al­ger­lega til­efn­is­laus og ósvíf­in og jafn­framt að hót­un hans gegn lög­reglu­mann­in­um hafi verið gróf og til þess fall­in að vekja hjá hon­um ótta um líf hans og heilsu. 

Auk fang­els­is­dóms­ins var maður­inn dæmd­ur til að greiða dyra­verðinum 343 þúsund krón­ur í bæt­ur og máls­kostnað, bæði í héraði og fyr­ir Hæsta­rétti, sam­tals um 550 þúsund krón­ur.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert