Óttast klofning í VG

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, á Alþingi ásamt Kristjáni L. …
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, á Alþingi ásamt Kristjáni L. Möller, samgönguráðherra. mbl.is/Ómar

Stjórn­ar­maður í fé­lagi Vinstri grænna í Ölfusi og Hvera­gerði, seg­ir á bloggsíðu sinni að það geti leitt til al­var­legs klofn­ings inn­an raða VG ef ein­stak­ir þing­menn flokks­ins sitja hjá í at­kvæðagreiðslu um Evr­ópu­sam­bandstil­lögu á Alþingi. Seg­ist Rafn sjálf­ur líta á slíkt sem svik við stefnu flokks­ins.

Rafn Gísla­son vís­ar til álykt­un­ar, sem samþykkt var á lands­fundi VG í vet­ur þar sem  seg­ir m.a., að Vinstri­hreyf­ing­in-grænt fram­boð telji nú sem fyrr að hags­mun­um Íslands sé best borgið utan Evr­ópu­sam­bands­ins.  Sjálfsagt sé og brýnt að fram fari opin og lýðræðis­leg umræða um sam­skipti Íslands og sam­bands­ins og lands­fund­ur VG leggi áherslu á að aðild ís­lands að ESB eigi að leiða til lykta í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. 

„Nú í samn­ingaviðræðum Vinstri Grænna og Sam­fylk­ing­ar bregður hins­veg­ar svo við að ákveðið er að leggja aðild­ar um­sókn fyr­ir alþingi til ákvörðunar með fulltingi VG. Einnig var gef­in út yf­ir­lýs­ing af hálfu for­manns Vinstri Grænna að flokk­ur­inn færi óbund­in í þá at­kvæðagreiðslu og að þing­menn flokks­ins myndu greiða at­kvæði eft­ir sann­fær­ingu sinni. Þetta þykir mér held­ur loðin svör svo ekki sé meira sagt. Hvað var verið að samþykkja á lands­fund­in­um í mars varðandi af­stöðu flokks­ins til ESB?  Ef ekki á að taka af­ger­andi af­stöðu í þing­flokkn­um með hliðsjón af stefnu hans og samþykkt­ar lands­fund­ar­ins í þessu máli þá þykir mér fokið í flest skjól og verið að hafa álykt­un lands­fund­ar­ins að engu," seg­ir Rafn.

Hann bæt­ir við að nú sé að koma í ljós að ein­hverj­ir þing­menn VG  telji sig ekki bundna af þess­ari álykt­un og ekki sé annað að heyra í frétt­um en að formaður­inn sé því samþykk­ur.

„Ég sem fé­lagi og stjórn­ar­maður í fé­lagi Vinstri grænna í Ölfusi og Hvera­gerði krefst þess að flokks­for­yst­an  og þing­menn gangi hreint til verks og skýri af­stöðu sína fyr­ir okk­ur fé­lags­mönn­um sem höf­um starfað fyr­ir fé­lagið í þeirri góðu trú að flokk­ur­inn stæði við gefn­ar yf­ir­lýs­ing­ar. Ég mun líta svo á að ef ein­hverj­ir þing­menn VG ætla sér að sitja hjá við vænt­an­lega at­kvæðagreiðslu og ef að það verður til þess að af aðild­ar­um­sókn verður samþykkt í þing­inu þá mun ég líta svo á að um svik við stefnu flokks­ins sé að ræða og þá kjós­end­ur sem kusu VG á for­send­um fyrri yf­ir­lýs­inga hans í garð ESB.

Ég hef þá trú að marg­ur ESB and­stæðing­ur­inn muni eiga erfitt með að kyngja slíkri niður­stöðu og tel reynd­ar að veru­leg hætta sé á að það geti leitt til al­var­legs klofn­ings inn­an raða VG ef sú yrði raun­in. Ég ætla því að vona að þing­menn Vinstri Grænna hafi það í huga að þegar að at­kvæðagreiðslu kem­ur," seg­ir Rafn.

Bloggsíða Rafns

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert