Sniðgengu ráðgjöf um Glitni

Glitnir.
Glitnir. mbl.is/Friðrik

Bæjaryfirvöld í Stroud á Englandi fóru ekki að þeim ráðleggingum sérfræðinga sinna að fjárfesta aðeins til þriggja mánaða í Glitni, að því er fram kemur í skýrslu sem lekið hefur verið til fjölmiðla.

Um óháða skýrslu er að ræða en þar kemur fram að fjármálaráðgjafar hafi lagt til að fjárfestingin yrði aðeins bundin í Glitni í þrjá mánuði.

Hljóðaði fjárfestingin upp á þrjár milljónir punda, um 600 milljónir króna. 

Talsmaður bæjaryfirvalda í Stroud sagði ákvörðun hafa verið tekna um að halda skýrslunni leyndri svo að hún hefði ekki áhrif á tilraunir til að endurheimta féð. Eftir því sem staðan hefði breyst hafi verið ákveðið að hún fengi opinbera birtingu.

Vill talsmaðurinn jafnframt meina að það hefði verið í samræmi við lög að binda fjárfestinguna í Glitni í eitt ár en það var sá tími sem leið fram að hruninu í október.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert