Sniðgengu ráðgjöf um Glitni

Glitnir.
Glitnir. mbl.is/Friðrik

Bæj­ar­yf­ir­völd í Stroud á Englandi fóru ekki að þeim ráðlegg­ing­um sér­fræðinga sinna að fjár­festa aðeins til þriggja mánaða í Glitni, að því er fram kem­ur í skýrslu sem lekið hef­ur verið til fjöl­miðla.

Um óháða skýrslu er að ræða en þar kem­ur fram að fjár­málaráðgjaf­ar hafi lagt til að fjár­fest­ing­in yrði aðeins bund­in í Glitni í þrjá mánuði.

Hljóðaði fjár­fest­ing­in upp á þrjár millj­ón­ir punda, um 600 millj­ón­ir króna. 

Talsmaður bæj­ar­yf­ir­valda í Stroud sagði ákvörðun hafa verið tekna um að halda skýrsl­unni leyndri svo að hún hefði ekki áhrif á til­raun­ir til að end­ur­heimta féð. Eft­ir því sem staðan hefði breyst hafi verið ákveðið að hún fengi op­in­bera birt­ingu.

Vill talsmaður­inn jafn­framt meina að það hefði verið í sam­ræmi við lög að binda fjár­fest­ing­una í Glitni í eitt ár en það var sá tími sem leið fram að hrun­inu í októ­ber.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert