Vilja banna nektarsýningar

Siv Friðleifsdóttir alþingismaður.
Siv Friðleifsdóttir alþingismaður.

Níu þing­menn úr öll­um flokk­um sem sæti eiga á Alþingi hafa lagt fram frum­varp sem fel­ur í sér að und­anþágu­heim­ild í lög­um til nekt­ar­sýn­inga í at­vinnu­skyni á veit­inga­stöðum verði felld úr gildi. Fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins er Siv Friðleifs­dótt­ir þingmaður Fram­sókn­ar­flokks.

Aðrir flutn­ings­menn frum­varps­ins eru Atli Gísla­son, Ásta R. Jó­hann­es­dótt­ir, Birgitta Jóns­dótt­ir, Eygló Harðardótt­ir, Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir, Stein­unn Val­dís Óskars­dótt­ir, Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, Þuríður Backm­an.

Frum­varpið fel­ur í sér for­takslaust bann við því að bjóða upp á nekt­ar­sýn­ing­ar eða að gera með öðrum hætti út á nekt starfs­manna eða annarra sem á staðnum eru.


Frum­varpið hef­ur verið flutt nokkr­um sinn­um áður. Á síðasta þingi náðist að af­greiða málið úr alls­herj­ar­nefnd, en nefnd­in mælti með því að frum­varpið yrði samþykkt með þeirri breyt­ingu að lög­in tækju gildi 1. sept­em­ber 2009. Málið komst þó ekki til 2. umræðu og er því end­ur­flutt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert