Vilja banna nektarsýningar

Siv Friðleifsdóttir alþingismaður.
Siv Friðleifsdóttir alþingismaður.

Níu þingmenn úr öllum flokkum sem sæti eiga á Alþingi hafa lagt fram frumvarp sem felur í sér að undanþáguheimild í lögum til nektarsýninga í atvinnuskyni á veitingastöðum verði felld úr gildi. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokks.

Aðrir flutningsmenn frumvarpsins eru Atli Gíslason, Ásta R. Jóhannesdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Eygló Harðardóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þuríður Backman.

Frumvarpið felur í sér fortakslaust bann við því að bjóða upp á nektarsýningar eða að gera með öðrum hætti út á nekt starfsmanna eða annarra sem á staðnum eru.


Frumvarpið hefur verið flutt nokkrum sinnum áður. Á síðasta þingi náðist að afgreiða málið úr allsherjarnefnd, en nefndin mælti með því að frumvarpið yrði samþykkt með þeirri breytingu að lögin tækju gildi 1. september 2009. Málið komst þó ekki til 2. umræðu og er því endurflutt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert