150 störf sögð skapast

Hvalur 8 heldur vafalítið til veiða innan tíðar.
Hvalur 8 heldur vafalítið til veiða innan tíðar. mbl.is/Árni Sæberg

Á fundi fyrr í dag sagði Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, á fundi með formanni Verkalýðsfélags Akraness að um 150 störf muni skapast vegna hvalveiða fyrirtækisins í sumar. Vertíðin hefst í sumar. „Þetta verða að teljast gríðarlega góð tíðindi,“ segir í pistli á vefsíðu Verkalýðsfélags Akraness í tilefni fundarins.

Vinnslan á hvalnum mun að stórum hluta fara fram í Hvalafirði en vinna við frystingu mun fara fram á Akranesi. Áætlað er að 30 til 40 manns muni fá vinnu við frystingu á Akranesi.

Það er sagt mikið fagnaðarefni ef svo mörg skapast við hvalveiðar, eins og Kristján nefnir. „Það er ljóst að þetta mun verða mikil innspýting í samfélagið hér á Akranesi, enda eru í dag yfir 300 manns án atvinnu á Akranesi og yfir 500 manns á Vesturlandinu öllu. Það er því óhætt að segja að þetta sé ljósið í myrkrinu,“ segir í pistlinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka