Flugvél út í skurði á Flúðum

Flúðir.
Flúðir. www.mats.is

Lögreglan á Selfossi var fyrir skömmu kölluð út vegna flugóhapps á flugvellinum á Flúðum. Lítil einkaflugvél lenti úr í skurði, skammt frá flugvellinum, en engin slys urðu á fólki, að sögn varðstjóra í lögreglunni á Selfossi. Unnið er á vettvangi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var verið að æfa lendingar á flugvellinum þegar óhappið varð. Vindur kom á vélina í lendingu, með þeim afleiðingum að vélin þeyttist úr í skurð, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Vélin er mikið skemmd, jafnvel ónýt, en maðurinn sem var í vélinni slapp ómeiddur eins og áður sagði.

Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar nú tildrög slyssin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert