Fréttaskýring: Fyrirsjáanlegt að tekjur sveitarfélaga muni ekki duga

Nemendur í grunnskóla. Sveitarfélög leita nú leiða til þess að …
Nemendur í grunnskóla. Sveitarfélög leita nú leiða til þess að lækka kostnað og er meðal annars horft til þess að fækka skóladögum um tíu, úr 180 í 170. mbl.is

Staða sveit­ar­fé­laga er það slæm að fátt annað en þvingaðar sam­ein­ing­ar, niður­skurður, al­menn hagræðing og laga­breyt­ing­ar virðist geta komið mörg­um þeirra til bjarg­ar. Allt frá því að stoðir ís­lensku krón­unn­ar brustu á vor­mánuðum í fyrra, og for­dæma­laus niður­sveifla tók við eft­ir hrun banka­kerf­is­ins í októ­ber, hef­ur staða margra sveit­ar­fé­laga verið tví­sýn. Hug­mynd um fækk­un skóla­daga, úr 180 í 170, er eitt af mörgu sem sveit­ar­fé­lög íhuga nú að hrinda í fram­kvæmd til þess að bæta rekstr­ar­um­hverfið. Það er í augna­blik­inu fjand­sam­legt og blik­ur eru á loft um, að það geti verið það í nokk­ur ár ef ekk­ert verður að gert.
 

Al­var­leg­ur und­ir­tónn

Hall­dór Hall­dórs­son, formaður Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, hef­ur upp­lýst um það í Morg­un­blaðinu að al­var­leg­ur rekstr­ar­vandi sveit­ar­fé­laga, ekki síst íþyngj­andi skuld­ir í er­lendri mynt, kalli á laga­breyt­ing­ar. Yf­ir­lýs­ing af þessu tagi er lát­laus við fyrstu sýn en í henni er al­var­leg­ur und­ir­tónn. Tekj­ur sveit­ar­fé­laga nægja ekki til þess að halda uppi því þjón­ustu­stigi sem þeim ber sam­kvæmt lög­um, og út­lit er fyr­ir að svo verði á næstu þrem­ur árum hið minnsta, miðað við efna­hags­spár seðlabank­ans og fjár­málaráðuneyt­is­ins. Þar er ekki síst íþyngj­andi fjár­magns­kostnaður helst ástæðan. Sveit­ar­fé­lög hafa mörg hver fjár­magnað fram­kvæmd­ir á liðnum árum með er­lend­um lán­um. Þau hafa ríf­lega tvö­fald­ast á einu ári. Auk þess bera lán í ís­lensk­um krón­um háa vexti – raun­ar þá hæstu í heimi. Þau taka mið af vaxta­stig­inu sem er í land­inu en stýri­vext­ir eru nú 13 pró­sent.
Örfá sveit­ar­fé­lög eru í ásætt­an­legri stöðu, þar á meðal Seltjarn­ar­nes, Mos­fells­bær og Vest­manna­eyja­bær, en flest glíma við erfitt rekstr­ar­um­hverfi, ekki síst vegna mik­ils fjár­magns­kostnaðar.

Áætlan­ir í upp­námi

Fjár­hags­áætlan­ir sveit­ar­fé­laga fyr­ir þetta ár tóku hjá flest­um mið af spá Seðlabanka Íslands, frá því fyr­ir ára­mót, um stöðu mála á þessu ári. Í henni kom fram að tekj­ur sveit­ar­fé­laga gætu fallið um 15,5 pró­sent á þessu ári. Spá­in gerði enn frem­ur ráð fyr­ir því  að gengi krón­unn­ar myndi styrkj­ast mun meira en raun­in hef­ur verið. Í stað styrk­ing­ar hef­ur krón­an veikst frá því í upp­hafi árs. Geng­is­vísi­tal­an var rúm­lega 200 í upp­hafi árs­ins en er nú um 230. Upp­færð spá Seðlabank­ans ger­ir ráð fyr­ir því að krón­an muni lítið styrkj­ast frá því sem nú er næstu þrjú ár. Það eru al­var­leg tíðindi fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in, ekki síst dótt­ur­fé­lög þeirra sem hafa á und­an­förn­um árum staðið, mörg hver, í um­fangs­mikl­um fram­kvæmd­um.
Skuld­ir sveit­ar­fé­laga vegna skuld­bind­inga þeirra sem telj­ast til A-hluta efna­hags­reikn­ings nema 230 til 240 millj­örðum króna. Þar af eru um 50 millj­arðar í er­lendri mynt. Til A-hlut­ans telst rekst­ur grunnþjón­ustu sveit­ar­fé­laga sem fjár­mögnuð er með út­svar­s­tekj­um að mestu.

Eign­irn­ar hækka hjá OR í krepp­unni

Vanda­mál­in eru hins veg­ar meiri þegar horft er til B-hlut­ans sem dótt­ur­fé­lög, s.s hafn­ar­sjóðir og orku­veit­ur, til­heyra. Skuld­ir sveit­ar­fé­laga sem til­heyra B-hluta hafa þó ekki verið tekn­ar sam­an, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Fyr­ir ligg­ur þó að þær eru um­tals­vert hærri en skuld­ir sem til­heyra A-hluta.

Til sam­an­b­urðar nema skuld­ir Orku­veitu Reykja­vík­ur (OR) um 230 millj­örðum miðað við geng­is­vísi­töl­una eins og hún er nú, eða tæp­lega 2 millj­ón­um á hvern íbúa í Reykja­vík. Skuld­ir fyr­ir­tæk­is­ins hafa hækkað um 110 millj­arða á einu ári. Vandi fyr­ir­tæk­is­ins er ekki síst sá að það er með til­tölu­lega lítið hlut­fall af tekj­um sín­um í er­lendri mynt, eða um 20 pró­sent. Fari svo að krón­an styrk­ist ekki, eins og spár bæði seðlabank­ans og fjár­málaráðuneyt­is­ins gera ráð fyr­ir, verður breyt­ing­in á rekstr­ar­um­hverfi OR var­an­leg til hins verra.
Þrátt fyr­ir þessa miklu hækk­un á skuld­um hafa for­svars­menn OR borið sig vel og sagt stöðu fyr­ir­tæk­is­ins sterka. Hafa þeir bent á að eig­in­fjár hlut­fall fyr­ir­tæk­is­ins er um 18 pró­sent, þrátt mikla hækk­un skulda. En ekki er allt sem sýn­ist í þeim efn­um. Á síðasta ári, á sama tíma og krón­an hrundi, voru eign­ir OR end­ur­metn­ar í takt við nýj­ar bók­haldsaðferðir. End­ur­matið leiddi til þess að eign­ir OR urðu um­tals­vert verðmæt­ari held­ur en áður, eða sem nam um 5 til 10 pró­sent­um. Það er 13 til 26 millj­arðar króna miðað eigna­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins í lok árs. Af þess­ari stöðu tek­ur eig­in­fjár­hlut­fall mið. Heim­ild­ar­menn mbl.is segja það ein­kenni­legt að eign­ir fyr­ir­tæk­is­ins séu í bók­um fyr­ir­tæk­is­ins um­tals­vert verðmeiri nú en fyr­ir hrun. For­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins segja hins veg­ar að end­ur­matið hafi farið fram vegna þeirra reikniskilaaðferða sem kraf­ist er, ekki síst af er­lend­um mats­fyr­ir­tækj­um sem meta láns­hæfi.
Árs­reikn­ing­ur Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir árið 2008, sem stefnt er á að kynna 2. júní sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur borg­ar­stjóra, mun vafa­lítið taka tals­vert mið af erfiðri stöðu OR.

Lág­ir vext­ir nú bót í máli – En hvað svo?

Fleiri fyr­ir­tæki sem eru í eigu sveit­ar­fé­laga, meðal ann­ars Hita­veita Suður­nesja,  Norður­orka og Orku­veita Húsa­vík­ur, glíma öll við það að eig­in féð hef­ur gufað upp að mestu með falli krón­unn­ar. Reynd­ar er það svo, í til­felli Orku­veitu Húsa­vík­ur, að eig­in­fjár hlut­fallið er nei­kvætt um tíu pró­sent, þ.e. fyr­ir­tækið er tækni­lega gjaldþrota. Þar hef­ur orku­verð til íbúa verið hækkað á und­an­förn­um mánuðum vegna erfiðrar stöðu fyr­ir­tæk­is­ins.
Það sem bjarg­ar þess­um fyr­ir­tækj­um nú frá því að ráða ekki við þessa auknu skulda­byrði, er lágt vaxta­stig á lán­um. Þar skipta stýri­vext­ir er­lendra seðlabanka miklu máli en þeir hafa all­ir sem einn lækkað vexti mikið á und­an­förn­um miss­er­um til þess að freista þess að koma hjól­um hag­kerfa af stað. Vaxta­stigið er víða á bil­inu 0,25 til 1,5 pró­sent. Ódýrt láns­fé frá seðlabönk­um er þannig ein af aðgerðunum sem gripið er til vegna al­mennra þreng­inga, ekki síst í grunn­atvinnu­veg­um.
Vaxta­byrðin af lán­un­um sem hafa tvö­fald­ast á einu ári er því hjá mörg­um viðráðan­leg sem stend­ur, að mati for­svars­manna fyr­ir­tækj­anna. Sum­ir hafa raun­ar gengið svo langt að segja að staða fyr­ir­tækj­anna sé „sterk“ þrátt fyr­ir tvö­föld­un skulda án þess að eign­ir auk­ist á móti. Og hafa þeir þá vitnað til þess að tekj­ur dugi til þess að borga af lán­um.
 Ljóst má vera að þetta lága vaxta­stig, sem er það lægsta sem verið hef­ur í heim­in­um í meira en 50 ár, mun ekki vara að ei­lífu. Ben Bernan­ke, seðlabanka­stjóri Banda­ríkj­anna, hef­ur raun­ar látið hafa eft­ir sér að seðlabank­ar verði að passa að „gera ekki sömu mis­tök­in tvisvar“, og vitn­ar þar til þess sem sum­ir telja vera fru­mor­sök heimskrepp­unn­ar í dag. Of langt tíma­bil ódýrs láns­fjár, ekki síst í Banda­ríkj­un­um.
Hver pró­sentu­stigs hækk­un vaxta hjá er­lend­um seðlabönk­um get­ur þannig leitt til hækk­un­ar fjár­magns­kostnaðar upp á millj­arða fyr­ir ís­lenska skatt­greiðend­ur. Vegna skuld­setn­ing­ar sveit­ar­fé­laga í er­lendri mynt.

Orkuveita Reykjavíkur. Skuldir fyrirtækisins jafngilda tæplega tveimur milljónum á hvern …
Orku­veita Reykja­vík­ur. Skuld­ir fyr­ir­tæk­is­ins jafn­gilda tæp­lega tveim­ur millj­ón­um á hvern íbúa í Reykja­vík. End­ur­mat á eign­um fyr­ir­tæk­is­ins leiddi til þess að eign­irn­ar hækkuðu um­tals­vert í verði. mbl.is/ÞÖ​K
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Hann hefur sagt að seðlabankar verði …
Ben Bernan­ke, seðlabanka­stjóri Banda­ríkj­anna. Hann hef­ur sagt að seðlabank­ar verði að horfa til þess að halda vöxt­um ekki of lengi lág­um. Vaxta­stig er­lendra seðlabanka kem­ur beint við fjár­magns­kostnað sveit­ar­fé­laga hér á landi. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka