Fyrsta norsk-íslenska síldin í land

Kristján Hauksson og Stefán Stefánsson hásetar á Jónu Eðvalds.
Kristján Hauksson og Stefán Stefánsson hásetar á Jónu Eðvalds. Mynd Sigurður Mar Halldórsson

Verið er að landa fyrstu förm­um sum­ars­ins af norks-ís­lensku síld­inni á Hornafirði, en skip­in Jóna Eðvalds og Ásgrím­ur Hall­dórs­son komu í land nú seinni part­inn með sam­tals um 2.100 tonn.

Síld­in veidd­ist um 160-80 sjó­míl­ur norð-aust­an af Langa­nesi á Dreka­svæðinu í ís­lenskri lög­sögu og var mokveiði að sögn Sig­urðar Bjarna­son­ar, skip­stjóra á Jónu. Hann seg­ir nokkra vertíðarstemn­ingu mynd­ast í kring­um fyrstu síld­ina og er vongóður um að markaður sé fyr­ir hendi í Aust­ur-Evr­ópu. Og síld­in lít­ur vel út að sögn Sig­urðar. „Það er svo­lít­il áta í henni, en ég vona að það verði búið að jafna sig.“ Ásgrím­ur og Jóna fylgd­ust að á veiðunum og lenti Ásgrím­ur í ör­litl­um vand­ræðum á leið til hafn­ar. „Síld­in er ekki orðin feit, hún er horuð ennþá og þung og það ríf­ur báða pok­ana hjá þeim,“ seg­ir Sig­urður. Jóna dró því trollið til hafn­ar á móti Ásgrími.

Nokkuð er síðan frétt­ist af því að búið væri að finna síld en hún var ekki kom­in í form fyr­ir veiðar fyrr en nú að sögn Sig­urðar, sem seg­ir að hún muni fitna fljótt þegar líður á sum­arið. „Hún er kom­in í æti, það voru flekk­ir þarna hjá henni þannig að hún fer fljót­lega að fitna.“

Ásgrími Hall­dórs­syni og Jónu Eðvalds verður stefnt út að nýju á sunnu­dags­morg­un og má bú­ast við því að fleiri skip rói á sömu mið að sögn Sig­urðar. „Við erum bjart­sýn­ir á sum­arið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert