Góður afli og vænn fiskur hvarvetna

Mjög góð veiði hefur verið hjá þeim handfærabátum sem róa …
Mjög góð veiði hefur verið hjá þeim handfærabátum sem róa frá Arnarstapa á Snæfellsnesi mbl.is/Alfons

Vel hef­ur veiðst und­an­farið og koma bát­ar með hlaðafla að landi. Það var mál manna í nokkr­um ver­stöðvum í gær að fisk­ur­inn væri vænn og mik­il fisk­gengd á miðunum. Það er eng­inn skort­ur á fiski en hins veg­ar mun vera farið að þrengja veru­lega að mörg­um hvað varðar veiðiheim­ild­ir á þorski. Menn segja erfitt að kom­ast hjá þorski á miðunum.

Á Snæ­fellsnesi hafa verið mjög góð afla­brögð, sama hvaða veiðarfær­um er difið í sjó. Sömu sögu er að segja úr Grinda­vík en þar hef­ur afl­ast vel á hand­færi. Á Tálknafirði hafa sjó­menn verið að landa mjög fal­leg­um fiski, kjaft­full­um af síli. Gríms­ey­ing­ar þurfa að fara 10-12 ár aft­ur í tím­ann til að muna jafn­góð afla­brögð í maí­mánuði og nú.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert