Góður afli og vænn fiskur hvarvetna

Mjög góð veiði hefur verið hjá þeim handfærabátum sem róa …
Mjög góð veiði hefur verið hjá þeim handfærabátum sem róa frá Arnarstapa á Snæfellsnesi mbl.is/Alfons

Vel hefur veiðst undanfarið og koma bátar með hlaðafla að landi. Það var mál manna í nokkrum verstöðvum í gær að fiskurinn væri vænn og mikil fiskgengd á miðunum. Það er enginn skortur á fiski en hins vegar mun vera farið að þrengja verulega að mörgum hvað varðar veiðiheimildir á þorski. Menn segja erfitt að komast hjá þorski á miðunum.

Á Snæfellsnesi hafa verið mjög góð aflabrögð, sama hvaða veiðarfærum er difið í sjó. Sömu sögu er að segja úr Grindavík en þar hefur aflast vel á handfæri. Á Tálknafirði hafa sjómenn verið að landa mjög fallegum fiski, kjaftfullum af síli. Grímseyingar þurfa að fara 10-12 ár aftur í tímann til að muna jafngóð aflabrögð í maímánuði og nú.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka